Kæru notendur,
Við bjóðum ykkur velkomin á Feddit.is. Hér getum við rætt um allt milli himins og jarðar.
Tungumál
Færslur og athugasemdir eru aðallega á íslensku, en enska er einnig velkomin.
Fediverse
Feddit.is keyrir á Lemmy hugbúnaði og er hluti af Fediverse, sem þýðir að þú getur átt samskipti við notendur á öðrum Lemmy þjónum og öðrum samfélagsmiðlum. Þú þarft aðeins að búa til reikning hér til að tengjast þessu stóra neti.
Reglur
- Komdu fram við aðra af virðingu. Engin hatursorðræða eða mismunun.
- Ekkert ólöglegt efni eða neitt sem brýtur gegn íslenskum lögum.
- Engar óumbeðnar auglýsingar eða ruslpóstur.
- Ekki deila efni sem brýtur höfundarrétt.
- Ekki deila persónuupplýsingum um aðra án samþykkis.
- Ekki dreifa skaðlegum hugbúnaði eða tengingum.
- Tilkynntu óviðeigandi efni til stjórnenda.
- Brot á reglum getur leitt til banns.
Við hvetjum þig til að kynna þig, stofna nýtt samfélag eða deila áhugaverðu efni.
Takk!
You must log in or register to comment.
Takk @[email protected] fyrir að setja þetta instance upp. Vonandi tekst að fá góðan hóp af fólki hingað yfir svo við getum fengið virk samfélög hérna.
Ekki málið, já vonandi fáum við fullt af notendum inn.